Sumarhjólanámskeið Tinds fyrir 7-12 ára
Sumarhjólanámskeið Tinds fyrir 7-12 ára
Sumarhjólanámskeið Tinds fyrir 7-12 ára
Sumarhjólanámskeið Tinds fyrir 7-12 ára
Sumarhjólanámskeið Tinds fyrir 7-12 ára
Sumarhjólanámskeið Tinds fyrir 7-12 ára
Sumarhjólanámskeið Tinds fyrir 7-12 ára

Sumarhjólanámskeið Tinds fyrir 7-12 ára

Regular price
14.500 kr
Sale price
14.500 kr

Sumarhjólanámskeið 2021

Tindur og Hjólaskólinn kynna: Sumarhjólanámskeið fyrir börn 7-12 ára.

Markmið námskeiðanna er að skapa hjólagleði og að gera hjólreiðar ævintýralegar og eftirsóknarverðar hjá börnum. Við æfum hjóla- og umferðarreglurnar, förum í hjólatúra á stígum, malarvegum og slóðum í náttúrunni og lærum og æfum helstu tækniatriði hjólreiða sem auka á færni, sjálfstraust og skemmtun á hjólinu!

Fæðingarár ca.: 2009-2010-2011-2012-2013-2014

Aldurs- og getuskiptir hópar og allir hjóla á sínum forsendum, hversu stutt eða langt barnið er komið á hjólinu. Allir læra og fá að njóta sín!

Námskeiðin eru kl. 9 - 12 á eftirfarandi dagsetningum og mismunandi stöðum, hittumst annars vegar í Öskjuhlíðinni og hins vegar í Norðlingaskóla til að hjóla í Heiðmörkinni og við Rauðavatn

 

  • Námskeið 1 - 14.6-18.6 Öskjuhlíð og nágrenni (4 dagar) UPPSELT
  • Námskeið 2 - 21.6-25.6 Öskjuhlíð og nágrenni (5 dagar) UPPSELT
  • Námskeið 3 - 28.6-2.7 Heiðmörk, Rauðavatn og nágrenni (5 dagar) UPPSELT
  • Námskeið 4 - 5.7-9.7 Öskjuhlíð og nágrenni (5 dagar) UPPSELT
  • Námskeið 5 - 12.7-16.7 Öskjuhlíð og nágrenni (5 dagar) UPPSELT
  • Námskeið 6 - 3.8. - 6.8. Öskjuhlíð og nágrenni (4 dagar)
  • Námskeið 7 - 9.8. - 13.8. Heiðmörk, Rauðavatn og nágrenni (5 dagar) UPPSELT
  • Námskeið 8 - 16.8. - 20.8. Öskjuhlíð og nágrenni (5 dagar)

 

Hjól: Fjallahjól með gírum og grófum dekkjum.
Athuga vel að dekk, bremsur og gírar séu í góðu lagi. Gott er að  hafa auka slöngu ef það skyldi springa. Börnin koma með nesti með sér (t.d. samloku og ávöxt) og drykk í bakpoka (með breiðum böndum, ekki sundpoki) sem þau geta hjólað með. Einnig þurfa börnin að vera klædd í samræmi við veður hverju sinni. Hjálmaskylda er á námskeiðinu, athugið að hjálmurinn sé nægilega stór og nái niður á ennið á barninu. Gott er að hafa hanska/fingravettlinga.

Umsjón með námskeiðunum hefur Erla Sigurlaug Sigurðardóttir hjá Hjólaskólanum og Tindi hjólreiðafélagi. Fleiri vanir hjólarar með þjálfarapróf frá ÍSÍ og reynslu af hjólreiðaæfingum og námskeiðum barna verða með henni að kenna og þjálfa. Börnunum verður skipt upp í 5-10 manna hópa. Er þetta fjórða ár Hjólaskólans og Tinds með sumarhjólanámskeiðin.

 

Verð: kr. 17.900 fyrir 5 daga námskeið og kr. 14.500 fyrir 4 daga
    - 10% systkinafsláttur af barni númer tvö kemur inn sjálfkrafa við pöntun.

Frekari upplýsingar og fyrirspurnir: hjolaskolinn@gmail.com

Product photo
close