Hjólamót Krónunnar, Tinds og Hjólaskólans

Hjólamót Krónunnar, Tinds og Hjólaskólans

Regular price
2.500 kr
Sale price
2.500 kr

Krónuhjólamótið 2025

Krónan, hjólreiðaklúbburinn Tindur og Hjólaskólinn halda laugardaginn 6. september, skemmtilegasta hjólamót ársins: Krónuhjólamótið - hjólamót fyrir hressa krakka á aldrinum 2-12 ára. Mikið fjör og hjólagleði - Allir velkomnir! 

Mæting er hjá Perlunni í Öskjuhlíð, fyrsta start verður kl. 10 fyrir yngstu kynslóðina á sparkhjólunum og svo taka eldri flokkar við eftir það.

Hjólað er í aldursflokkum. Börn á aldrinum 6 -12 ára hjóla ca. 2 km langan hring í Öskjuhlíðinni og eru hringirnir svo mismargir eftir aldri/flokki.

ATH: Hjálpardekk og rafmagnsknúin hjól eru ekki leyfð.


Krónan styrkir þetta mót og mun gefa öllum þátttakendum verðlaunapeninga auk þess sem allir þátttakendur fá glæsilega gjöf að lokinni keppni. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í kvk og kk flokki í elsta aldursflokknum U13.

Krónuhjólið verður á staðnum með hressingu í boði fyrir börnin. 


BMX brós mæta á svæðið og hefst sýningin þeirra um kl. 11. Við hvetjum alla til að missa ekki af þessari skemmtilegu sýningu.


Skráning: Þátttökugjald er kr. 2500 á barn og hægt er að skrá sig og greiða hér.

ATH: Ekki er hægt að skrá sig á staðnum.


ALDURSFLOKKAR:

ATH: Foreldrar/forráðamenn mega ekki hjóla með börnunum í brautinni. Leyfilegt er að skokka/ganga með yngstu börnunum í U3, U5 og U7.


Sparkhjól: U3 - Börn fædd árið 2024 og 2023

1 x sparkhjólahringur upp við Perluna


Sparkhjól: U5 - Börn fædd árið 2022 og 2021

2 x sparkhjólahringir upp við Perluna

Ef börn á þessum aldri eru komin á pedalahjól mega þau færa sig í U7 flokkinn.


Pedalahjól: 

U7 - Börn fædd 2020 og 2019

1 x hringur í Öskjuhlíð ca. 2 km


U9 - Börn fædd 2018 og 2017

1 x hringur í Öskjuhlíð ca. 2 km


U11 - Börn fædd 2016 og 2015

2 x hringir í Öskjuhlíð ca. 4 km


U13 - Börn fædd 2014 og 2013

3 x hringir í Öskjuhlíð ca. 6 km

U13 keppa um 3 efstu sætin og eru verðlaunapeningar í boði í KVK og KK flokki.


Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Product photo
close