Fjallahjólanámskeið fyrir börn og unglinga - 6 vikur

Fjallahjólanámskeið fyrir börn og unglinga - 6 vikur

Regular price
24.000 kr
Sale price
24.000 kr

6 vikna haustnámskeið/æfingar

Hefjast þriðjudaginn 27. ágúst nk. í Öskjuhlíð.

Hvenær? 2x í viku, á þriðjudögum kl. 17:00 – 18:15 og laugardögum kl. 10:30 – 11:45
Hvar?
Á þriðjudögum í Öskjuhlíð og laugardögum við Hvaleyrarvatn
Tímabil:
6 vikur, 27. ágúst – 5. október 2019
Aldur:
Viðmiðið er 10- 15 ára, en yngri börn sem eru mjög vön og hafa verið áður eru velkomin
Verð:
24 þús. kr. fyrir 12 æfingar á 6 vikum.

Tindur býður upp á fjallahjólaæfingar fyrir börn ca. 10 -15 ára í 6 vikur, frá 27. ágúst – 5. október. Æfingar verða 2x í viku, á þriðjudögum kl. 17:00 – 18:15 og á laugardagsmorgnum kl. 10:30 – 11:45 á Hvaleyrarvatni Hafnarfirði. Leiðbeinendur líkt og sl. ár verða Erla Sigurlaug og Þóra Katrín, vanar hjólakonur úr Tindi og Hjólaskólanum. Verða þær með fleiri vana þjálfara með sér til að sjá um æfingarnar.

Markmið æfinganna er að kenna og þjálfa börn í fjallahjólafærni af öryggi í náttúrunni og skapa þannig fjallahjólagleði og áhuga. Námskeiðið er kynning og lifandi kennsla í hjólafærni á malarvegi og á slóðum og stígum í náttúrunni í hvers kyns fjörugu fjallahjólabrölti. Við lærum og æfum helstu tækniatriði hjólreiða sem auka á sjálfstraust og skemmtun!

Öskjuhlíðin og Hvaleyrarvatnssvæðið eru frábærir staðir til að læra og leika á hjólinu, endalausir möguleikar og mörg ólík erfiðleikastig. Á æfingunum verða aldurs- og getuskiptir hópar og allir hjóla á sínum forsendum, hversu stutt eða langt barnið er komið í íþróttinni. Allir læra og fá að njóta sín!

Product photo
close